Laugardagur, 27. janúar 2007
Lífræn Helga
Nú þegar ég er hætt að drekka hið ógeðslega ólífræna Coca-cola er svo sannarlega öðruvísi um að litast í kjallaranum fína, Reynimel 26.
Ég fer í Melabúðina á hverjum degi, og ekkert ólífrænt fær að rata ofan í körfuna mína. Heppilegt, því eiginlega allt í Melabúðinni er lífrænt. Lífræn vínber og epli, lífræn AB-mjólk, lífrænn ávaxtasafi og trefjamúslí (sem ég hef reyndar grunað um að vera ansi sykrað en borða samt því eftir að hafa eytt ófáum dögum í að lesa um sjúkdóma ristils kemur ekki annað til greina en að borða allar þær trefjar sem maður kemst í!)
Næsta skref er að dúkka allt í einu upp í ræktinni, sjálfri mér og öðrum til furðu, helst eldsnemma um morgun!
Athugasemdir
+ þú þarft ekki að hætta að drekka áfengi eða nota bensín.
Rúdolf (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 23:53
heyhey stolt af stelpunni...
Lífrænt er miklu betra en hitt og kók er ógeð..hehe
Gó Helga :)
Valdís (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 00:02
til hamingju að vera hætt að drekka þennan ógeðisdrykk!
Bragi Einarsson, 28.1.2007 kl. 18:30
haha, já takk fyrir það. Allt annað líf náttúrlega!
Helga Tryggvadóttir, 28.1.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.