Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Röskva er á móti skólagjöldum
Röskva hefur margsinnis með orðum sínum og gjörðum sýnt í verki andstöðu félagsins við skólagjöld, í ótal blaðagreinum og á mótmælafundum, nú síðast á vel heppnuðum Meðmælum sem Stúdentaráð stóð fyrir í október að frumkvæði Röskvu.
Þeim sem eru í vafa um afstöðu Röskvu er bent á heimasíðu samtakanna þar sem hugmyndum um skólagjöld hefur ítrekað verið mótmælt. Einstaka þingmenn samfylkingar geta verið á annarri skoðun, en það hefur auðvitað ekkert með Röskvu að gera.
Stúdentar við HÍ stofna Innovit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.