Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Ráðuneyti dauðans
Ég held að það hafi verið stórfelld mistök af spunameisturum framsóknarmanna að setja vonarstjörnuna Jón Sigurðsson í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið!
Sjáið bara Valgerði Sverrisdóttur, sem vex í áliti með hverjum deginum sem líður eftir að hún losnaði úr ráðuneyti dauðans (allavega hjá mér, en það hefur kannski eitthvað með það að gera að hún styrkti Kenýareisuna mjög veglega). Meira að segja farið að tala um að hún sé hugsanlega næsti leiðtogi framsóknar (sjá Staksteina dagsins!)
Á meðan húkir Jón S í virkjanaráðuneytinu, enginn treystir honum og fylgið hrynur af flokknum hans!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.