Uppgjör kók-istans

Ég hætti að reykja í maí og er fáránlega stolt af því! reyndar kom það ekki til af góðu, ég lenti í viku inn á krabbameinsdeildum LSH og eftir að hafa horft þar upp á mörg hræðileg dæmi um lungnakrabba gat ég bara eiginlega bara ekki hugsað mér að reykja lengur.

Og þrátt fyrir eitt hliðarspor fyrir jólin þegar ég var fjarri ráði og rænu hefur þetta gengið mjög vel. Svo vel að núna um áramótin ákvað ég að taka helmingi erfiðara skref, að hætta að drekka kók!

Ég var nú ekkert of ákveðin í þessu áramótaheiti til að byrja með, trúði eiginlega ekki að þetta væri hægt, en Steindór hefur lamið okkur áfram af mikilli hörku. Hann leyfir sér nú samt kók við þynnku sem ég þori alls ekki, af ótta við að það muni leiða til ótæpilegrar áfengisneyslu uppá hvern einasta dag!

Þannig að nú hef ég verið kóklaus í þrjár vikur og búin að blogga um þetta allt saman – engrar undankomu auðið semsagt! Nú er það bara vítamínbætt vatn og epli í öll mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er svo skrýtið með neysluvörur, að um leið og maður hættir að neyta þeirra þá hættir manni að langa í viðkomandi drasl (virðist af minni reynslu eiga við um hvað sem er).

ef atferlisfræðingar og auglýsendur gætu nú bara tekið sig til - í nafni bættrar neyslumenningar og verslunarsiðgæðis - og lagt af stað í heljarinnar herferð fyrir neysluverkfalli (með þartilgerðum dynjandi áróðri og skilyrðingum). kannski þessir fjandans birgjar myndu sjá að sér í leiðinni og hætta við hækkanir.

ég er samt ekkert svona rosa reið út í þjóðfélagið. aðallega bitur yfir eigin peningaleysi. svo langaði mig að sjá elton john taka tiny dancer.

 til í bíó á laugardag? jafnvel þó bíómiðinn kosti 900 kr? #%"$/!!!

 kv, systir þín sem er óttalega tiny citizen þessa dagana.

sædís (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

já, ég er til! fullt af skemmtilegu að sjá líka - einhverjar sérstakar hugmyndir? mig langar reyndar að sjá Foreldra, en ég er hrædd um að það kosti 1200, ss annan handlegginn. 

Helga Tryggvadóttir, 24.1.2007 kl. 01:23

3 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Að hætta að drekka kók er sennilega það síðasta sem ég gæti mögulega gert á þessari jörðu... hugsa að það yrði auðveldara fyrir mig að hætta að anda!

Agnar Freyr Helgason, 24.1.2007 kl. 09:28

4 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

Já, sama hélt ég! Ég segi kannski ekki að þetta sé ekkert mál, en þetta er allavega auðveldara en ég hélt það yrði .... 

Helga Tryggvadóttir, 24.1.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Ég heiti Ingibjörg og ég er kókisti. Skil ekkert í því hvernig þú fórst að þessu og þarf nánari útlistingu. Fékkstu ekki hausverk? Hvað gerðirðu þegar kókauglýsingarnar komu í sjónvarpinu? Fórstu að drekka kaffi í staðinn eða hvað gerðirðu eiginlega?

Ingibjörg Stefánsdóttir, 24.1.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband