Mánudagur, 22. janúar 2007
Þvílíkur léttir ....
.... þegar ég gekk út úr Ármúlanum í morgun og komst að því að það er ekki lengur frost! veivei, nú þarf ég ekki lengur að frjósa á nefinu þegar mig langar að eiga langar samræður við fólk úti í nóttinni.
Helgin var greit, síðasta vinnuhelgin (í bili allavega) og óstjórnlega flott listakynning Röskvu á föstudaginn. Held að það sé langt síðan svona vel hefur tekist upp við að manna lista, dýrðina má sjá hér.
Held að gamla konan á deildinni minni sem söng Vorið er komið og grundirnar gróa alla helgina og vildi meina að vorið væri svo sannarlega komið hafi bara haft rétt fyrir sér!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.