Föstudagur, 19. janúar 2007
Vetrinum pakkað saman
Loksins loksins er ég farin að sjá fyrir endann á vetrinum. Það gerðist í gær, þegar ég hitti leiðbeinandann minn fyrir rannsóknarverkefnið sem ég verð að vinna að frá mars og fram í júní. Verkefninu var reyndar breytt frá grunni - og ég er svo fáránlega ánægð með nýja verkefnið!
Ég verð semsagt á spítalanum að safna upplýsingum og ræða við sjúklinga, en fæ líka vonandi tækifæri til þess að fylgjast með aðgerðum og hvernig lífið gengur fyrir sig á spítalanum. Fyrir nú utan að verkefnið er spennandi og um efni sem hefur aldrei áður verið rannsakað hér á landi.
Nú þarf ég bara að ná tveimur prófum og þá er bara-bóklega hlutanum af náminu lokið! Eftir það er það bara verkefni, Kenýa og síðan byrjar klíníkin í haust (smá álag en samt bara gaman ....)
Ekkert skammdegisþunglyndi hér eftir, nú er það bara að massa þessi helvítis próf!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.