Grill

... ekki grillmatur, viðrar nú ekki beint fyrir svoleiðis. Býð ekki einu sinni í að fara út á svalirnar mínar, gæti bara fokið í burtu. 

nei, ég hef nú samt lent í grillun síðustu dagana. Lenti í minni fyrstu krufningu á miðvikudagsmorguninn, það var frekar súrt enda vissi ég bara af því með hálftíma fyrirvara að ég væri að fara. Það var í senn skrýtið, ógeðslegt en samt soldið spennandi og forvitnilegt ....

og þá vorum við grilluð! allar spurningarnar um helvítis anatómíuna sem maður lagði dag og nótt í að læra fyrir bara tveimur árum síðan, en núna mætti halda að ég hefði aldrei heyrt á neitt af þessu minnst! allavega var mjög auðvelt að reka okkur á gat, um bara einföldustu atriði sem maður hefði getað þulið afturábak og áfram á sínum tíma. 

Og svo aftur í morgun. Á bæklunardeild þar sem við fórum í smá klíník. Endalausar spurningar um ítaugun húðar, vöðva, liðbönd og bein. Og þetta er allt alveg horfið úr kollinum mínum, mjög sorglegt eftir allt sem maður lagði á sig til þess að læra þetta til að byrja með. 

Ég hlakka fáránlega til á næsta ári þegar klíníkin byrjar fyrir alvöru upp á spítala. En sjitt hvað ég verð grilluð í gegn fyrir að muna ekkert!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband