Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 21. september 2006
Rösquiz
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. september 2006
Háskólaandinn við Grensás
Mér finnst gaman að fara í Háskólann. Mér finnst meira að segja gaman að flakka á milli bygginga háskólans, sem eru allar svo skemmtilega ólíkar. Mér finnst gaman að skoða hvað er mismunandi stemning í byggingunum, ólíkt fólk lærir mismunandi fög.
Ég fíla Stúdentakjallarann, Stúdentaheimilið við Hringbraut, Kaffitár í Þjóðminjasafninu, meira að segja Þjóðarbókhlöðuna og trúi á háskólaandann.
Hvers á ég þá að gjalda að vera í skólanum í Ármúla 30, við Grensás?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. september 2006
Vinsamlegast slökkvið á farsímum!
Sjálfsaginn minn hefur náð nýjum lægðum. Ég fer ekki í skólann á morgnana og hangi á netinu í Þjóðarbókhlöðunni heilu og hálfu dagana, í þeirri fullvissu að ég muni redda prófunum sem nálgast á ljóshraða. Eins og maður hefur svosem alltaf reddað hlutunum fyrir horn til þessa ...
Sumarpróf kemur samt náttúrlega ekki til greina, enda ætla ég að vera meira í útlöndum og minna á Íslandi næsta sumar. Fyrst Kenýa í júní, síðan er stefnt að því að túra Austur-Evrópu í ágúst.
Tótallý lovlí. En fyrst bakteríurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. september 2006
Flutningar
Bloggar | Breytt 20.9.2006 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)