Þriðjudagur, 18. september 2007
Moggaflótti
Ég sé að það hefur skollið á stórfelldur Moggabloggsflótti. Bloggin hjá bloggvinunum mínum, sem hrúguðust upp á sínum tíma, hreyfast varla, nema þá til þess eins að tilkynna brottflutning.
Mér finnst það eiginlega mjög skiljanlegt. Og skil alls ekki þann sem finnst Moggabloggið brúa bil milli menningarheima. Ég held að áhrifin séu einmitt þveröfug, samskipti á Moggablogginu hafa frekar verið til þess fallin að festa fólk í skotgröfum um eigin skoðanir en að auka skilning á ólíkum sjónarmiðum. Endalausar misviturlegar pælingar um fréttir eru líka orðnar voða þreyttar .... meira um það hér.
Og í tilefni þess að ég er að fara í próf og ætti auðvitað alls ekkert að vera að blogga ætla ég ekki að blogga oftar hérna. Kannski annars staðar, hver veit .... eftir próf!
Í tilefni af sumarnostalgíunni sem á hug minn allan þessa dagana langar mig samt að benda á grein sem ég skrifaði eftir yndislegu síðsumarberlínarferðina okkar Steindórs .... enjoy!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. september 2007
Haust-krísa
Haustið leggst eitthvað undarlega í mig þetta árið. Veit ekki alveg hvað það er: veðrið, yfirvofandi próf með tilheyrandi athyglisbresti, annríki eða hvað.
Ég skil reyndar ekki hvaða bull það er því þetta haust gæti svo sannarlega orðið fáránlega skemmtilegt: við erum búin að fá lyklana að íbúðinni okkar og flytjum væntanlega inn strax eftir næstu mánaðamót, skipulögð hefur verið ein Prag-ferð og reisa okkar stelpnanna norður í land í verknám á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrir nú utan að verknámið fer loksins aaaalveg að byrja eftir mjög mjög langa bið ....
Ég er samt aðeins súr yfir að sumarið sé búið. Sumarið sem var svo ógeðslega skemmtilegt:
sem sjá má er ég með gíraffa á heilanum og það er sjúklegt hvað mig langar aftur til Afríku. Næst ætla ég að ganga á Kilimanjaro .....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 18. ágúst 2007
Kenýa?
Nei, ég varð ekki eftir í Kenýa. Þó það hafi auðvitað verið afskaplega freistandi að festa rætur í Maasai þorpi ....
Kenýa var snilld. Eiginlega ómögulegt að lýsa því með orðum en ég reyndi nú samt - hakuna matata! Alltaf þegar ég hugsa um ferðina fæ ég eiginlega bara illt í hjartað, þetta var svo ótrúlega frábært ferðalag en á sama tíma margt svo hræðilegt sem við sáum. En líka margt yndislegt - til dæmis gíraffar. Og ferðafélagarnir, takk stelpur ....
Afgangnum af sumrinu var eytt á Grund. Og þó - ekki-á-morgun-heldur-hinn er ég aftur að fara í ferðalag! Ásamt tilvonandi sambýlismanni mínum sem er ekki hættur við að búa með mér þó svo að við höfum varla sést í allt sumar. Á vegi okkar verður dönsk hátíska, tívolí, ísbjörninn Knútur og mögulega múr, eða það sem er eftir af honum. Vóóó hvað ég hlakka til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. júní 2007
Heyja in Kenya!
Jæja, þá er komið að því! Við leggjum af stað eldsnemma í fyrramálið og verðum komnar til Nairobi í bítið á mánudagsmorguninn. Morgundeginum verður vonandi að hluta til eytt á kaffihúsi í Lundúnaborg ....
Við segjum ferðasögur hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Sumarfrí
Ritgerðin farin úr mínum höndum, og jú ég er mjög sátt við það. Ég er hins vegar afar ósátt við hvað ég borgaði ógeðslega mikið fyrir að láta prenta hana. Það var bara djók.
En þetta þýðir nú samt að ég er komin í sumarfrí! Og eiginlega alveg fram í júlí, nema kannski ég reyni að gera eitthvað smá gagn á heilsugæslustöðvum fátækrahverfanna í Nairobi:
(börnin í Nairobi eru víst mjög hrifin af pennum. Ég er búin að safna nokkrum til að gefa ....)
Ég var búin að sjá fyrir mér að hanga í sundi og á Laugarveginum til skiptist frídagana mína þar til ég fer út, en það er nú reyndar ekki útlit fyrir svoleiðis. En jæja, eins gott að ég er á leiðinni til svörtustu Afríku um næstu helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Líf annarra
.... fyrst ég á mér ekkert sjálf.
Eftir tvo daga og fjörutíu fyrirlestra leið mér í gærkvöldi alveg eins og ég hefði orðið fyrir strætó, knock out (mús??) Erfiðast var þegar ég þurfti sjálf að standa fyrir máli mínu og svara mis-nasty spurningum, meðal annars um meinta tölfræði bak við fínu rannsóknina mína. Jújú, samt ekki misskilja mig, þetta gekk allsekkert illa - allavega ekki samkvæmt mömmu .....
Í gærkvöldi ákváðum við þessvegna að fara í langþráð bíó. Ég held að það segi ýmislegt um andlegt ástand mitt að ég hef ekki grátið jafn mikið yfir bíómynd síðan ég sá Lilju forever, og þá er mikið sagt! Myndin var gjörsamlega æðisleg.
Ég hélt að eftir "hressandi" bíóferð myndi vakna hress og til í tuskið en það er öðru nær. Ég er komin með gubb upp í háls af ritgerðinni minni (fer ansi vel á því reyndar, fyrst hún fjallar hvorteðer um gubb). Mér finnst ósanngjarnt að vera að skrifa ritgerð til 4. júní, sumarið er komið og ég nenni ekki meir. kannski spurning um að skila þessu bara svona, án ályktana, hverjum er ekki sama um ályktanir þegar er hægt að rífast um tölfræði?
Bloggar | Breytt 1.6.2007 kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Ótrúlegt en satt
Aldrei hefði ég trúað því fyrir viku síðan að ég ætti eftir að standa með fullt af glærum í höndunum og fullbúinn fyrirlestur sem mjakast óðum í átt að réttri lengd. Og ég er eiginlega bara alveg ánægð með hann.
Vona bara að ég verði líka ánægð með ritgerðina mína, sem verður farin frá mér fyrir fullt og allt eftir viku ef guð lofar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Staður: Oddi
Tími: 23:18 á föstudagskvöldi
.... og ekki einu sinni prófatíð. Neinei, það eru ALLIR búnir í prófum! Mér leið eins og ég væri ein í heiminum þegar ég gekk inn í Odda áðan, bjóst að sjálfsögðu ekki við sálu, en undur og stórmerki: ég er alls ekki ein í húsinu! Greinilega fleiri en við greyin læknanemarnir sem er haldið við ritgerðarskrif, bull og vitleysu fram á sumar.
Við afhentum reyndar Línus Gunnarsson, hamstur, við hátíðlega athöfn á Stúdentakjallaranum fyrir stundu. Línus heitir í höfuðið á LÍN og stjórnarformanni sjóðsins og verður til heimilis að Stúdentaráði Háskóla Íslands. Gaman að því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. maí 2007
Kjánaprik
Ég held stundum að hlutirnir muni bara gerast fyrirhafnarlaust. Þegar ég fer í H&M finnst mér eins og sé verið að gefa mér föt þannig að ég tek bara allt sem mér dettur í hug. Síðan fæ ég auðvitað alltaf reikninginn og þá kemur í ljós að þetta kostaði allt saman hellingspening, þó að hvert og eitt sé kannski ódýrt .....
Ég hélt líka á tímabili að rannsóknarverkefnis-ritgerðin mín myndi skrifa sig sjálf. Það var ekki heldur rétt. Þannig að nú sit ég sveitt og ógeðslega súr, það eru allir búnir í prófum, veðrið er búið að vera frábært en ég á enn eftir að sitja inni í tvær vikur að skrifa fokking ritgerð.
Bestur er strákurinn sem eldaði rosagóða kássu handa mér í gærkvöldi, setti afganginn í box og sagði mér að hita upp í kvöld með slatta af osti. Bjargaði algjörlega kvöldinu. Ég hlakka líka mikið til að fá bandamann í helvítis ritgerðarskrifin á morgun!
4. júní verður þetta allt saman frá! Og þá er það bara til Kenýa, ferfalt húrra fyrir því .....
Bloggar | Breytt 21.5.2007 kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)