Kjánaprik

Ég held stundum að hlutirnir muni bara gerast fyrirhafnarlaust. Þegar ég fer í H&M finnst mér eins og sé verið að gefa mér föt þannig að ég tek bara allt sem mér dettur í hug. Síðan fæ ég auðvitað alltaf reikninginn og þá kemur í ljós að þetta kostaði allt saman hellingspening, þó að hvert og eitt sé kannski ódýrt ..... 

Ég hélt líka á tímabili að rannsóknarverkefnis-ritgerðin mín myndi skrifa sig sjálf. Það var ekki heldur rétt. Þannig að nú sit ég sveitt og ógeðslega súr, það eru allir búnir í prófum, veðrið er búið að vera frábært en ég á enn eftir að sitja inni í tvær vikur að skrifa fokking ritgerð. 

Bestur er strákurinn sem eldaði rosagóða kássu handa mér í gærkvöldi, setti afganginn í box og sagði mér að hita upp í kvöld með slatta af osti. Bjargaði algjörlega kvöldinu. Ég hlakka líka mikið til að fá bandamann í helvítis ritgerðarskrifin á morgun!

4. júní verður þetta allt saman frá! Og þá er það bara til Kenýa, ferfalt húrra fyrir því .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband